
Heimanet
Tækið þitt er UpnP-samhæft. Með því að nota
aðgangsstaðatæki eða beini (router) fyrir þráðlaust
staðarnet geturðu búið til heimanet og tengt samhæf
UPnP-tæki við það, t.d. Nokia-tækið, samhæfa tölvu,
samhæfan prentara, samhæft hljóðkerfi eða sjónvarp,
eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er búið samhæfum móttakara
fyrir þráðlaus kerfi.
Til að geta notað þráðlausa staðarnetsvalkostinn í Nokia-
tækinu á heimaneti þarf þráðlaus staðarnetstenging að
vera sett upp í heimahúsi og önnur UPnP-heimatæki að
vera tengd við það.
Hægt er að deila (samnýta) skrám sem eru vistaðar
í
Gallerí
með öðrum UPnP-tækjum á heimaneti. Til að setja
inn stillingar fyrir
Heimanet
skaltu ýta á
og velja
Tenging
>
Heimanet
. Einnig er hægt að nota heimanetið
til að skoða, spila, afrita og prenta samhæfar skrár
í
Gallerí
. Sjá „Skrár skoðaðar“ á bls. 98.
Heimanetið notar öryggisstillingar þráðlausu
staðarnetstengingarinnar. Notaðu heimanetið á þráðlausu
staðarneti (grunnkerfi) með aðgangsstaðatæki og með
kveikt á dulkóðun.

Tengingar
97
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum
þínum án heimildar.
Tækið er aðeins tengt heimanetinu ef þú samþykkir beiðni
um tengingu frá öðru tæki eða velur í
Gallerí
þann kost að
spila, prenta eða afrita skrár í Nokia-tækinu eða leitar að
öðrum tækjum í
Heimanet
.
Mikilvægar öryggisupplýsingar
Þegar þú stillir þráðlaust staðarnet í heimahúsi skaltu
kveikja á dulkóðuninni, fyrst í aðgangsstaðatækinu og
svo í hinum tækjunum sem eru tengd við það. Nánari
upplýsingar er að finna í fylgiskjölum tækjanna. Halda skal
öllum númerum leyndum og geyma þau á öruggum stað
fjarri tækjunum.
Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta
stillingunum fyrir netaðgangsstað í Nokia-tækinu er að
finna í „Gagnatengingar og aðgangsstaðir“ á bls. 116.
Ef þú notar sértæka stillingu til að búa til heimanet með
samhæfu tæki skaltu nota eina af dulkóðunaraðferðunum
í
Öryggi þráðl. staðarnets
þegar þú stillir
netaðgangsstaðinn. Þetta minnkar líkurnar
á að óviðkomandi komist inn á kerfið.
Tækið lætur þig vita ef annað tæki reynir að tengjast við
það og heimanetið. Ekki samþykkja beiðnir um tengingu frá
tækjum sem þú þekkir ekki.
Ef þú notar þráðlaust staðarnet í kerfum sem án
dulkóðunar skaltu slökkva á samnýtingu skráa með öðrum
tækjum, eða velja að samnýta ekki einkaskrár. Til að breyta
stillingum, sjá „Stillingar heimanets“ á bls. 97.
UpnP-hjálp
Þegar þú færð aðgang að heimanetinu í fyrsta
skipti opnast uppsetningarhjálpin og leiðbeinir þér
við að tilgreina heimanetsstillingarnar í tækinu.
Ef uppsetningarhjálpin er notuð seinna skaltu velja
Valkostir
>
Keyra hjálp
á aðalskjámynd heimanetsins
og fara eftir leiðbeiningunum á skjánum.
Til að hægt sé að tengja samhæfa tölvu við heimanet
þarf fyrst að setja upp Home Media Server hugbúnaðinn
á DVD-diskinum sem fylgir með tækinu.
Stillingar heimanets
Til að deila skrám sem eru vistaðar í
Gallerí
með
samhæfum UPnP-tækjum á þráðlausu staðarneti þarf fyrst
að búa til og stilla internetaðgangsstað fyrir staðarnetið
og svo að stilla
Heimanet
. Sjá „Þráðlaust staðarnet“
á bls. 88.

Tengingar
98
Ekki er hægt að velja valkosti fyrir
Heimanet
í
Gallerí
fyrr en stillingar fyrir
Heimanet
hafa verið tilgreindar.
Stillingar
Til að stilla
Heimanet
skaltu velja
Tenging
>
Heimanet
>
Stillingar
og úr eftirfarandi:
Heimaaðgangsstaður
—Veldu
Spyrja alltaf
ef þú vilt að
tækið spyrji um aðgangsstaðinn í hvert sinn sem það er
tengt við heimanetið,
Búa til nýjan
til að búa til nýjan
heimaaðgangsstað eða
Enginn
. Ef ekki er kveikt á neinum
öryggisstillingum fyrir þráðlausa staðarnetið birtist
viðvörun. Þú getur haldið áfram og kveikt á örygginu síðar,
sem og hætt við að tilgreina aðgangsstaðinn og byrjað
á því að kveikja á öryggi kerfisins. Sjá Þráðlaust staðarnet
í „Aðgangsstaðir“ á bls. 116.
Heiti tækisins
—Sláðu inn nafn fyrir tækið sem birtist
í samhæfum tækjum á heimkerfinu.
Stillt á samnýtingu og efni tilgreint
Veldu
Tenging
>
Heimanet
>
Samnýta efni
.
Samnýting efnis
—Til að leyfa eða leyfa ekki samnýtingu
skráa á samhæfum tækjum. Ekki velja
Samnýting efnis
fyrr en allar aðrar stillingar hafa verið valdar. Ef stillt er
á
Samnýting efnis
geta önnur UPnP-tæki á heimanetinu
skoðað og afritað skrárnar sem þú hefur valið að deila
í möppunum
Myndir & hreyfimyndir
og
Tónlist
.
Til að velja skrár til samnýtingar með öðrum tækjum
úr
Myndir & hreyfimyndir
og
Tónlist
eða skoða
samnýtingarstöðuna skaltu velja
Samnýta efni
.
Skrár skoðaðar
Til að hægt sé að tengjast við samhæfa tölvu um heimanet
þarf fyrst að setja upp Home Media Server hugbúnaðinn
á DVD-diskinum sem fylgir með Nokia-tækinu.
Ef kveikt er á
Samnýting efnis
í tækinu geta önnur
UPnP-tæki á heimanetinu skoðað og afritað skrárnar
sem þú hefur valið til samnýtingar í
Samnýta efni
. Ef þú
vilt ekki að önnur tæki hafi aðgang að skránum þínum
skaltu slökkva á
Samnýting efnis
. Þó svo að slökkt sé
á
Samnýting efnis
í tækinu geturðu ennþá skoðað og
afritað skrár sem eru vistaðar í öðru tæki á kerfinu ef
opnað hefur verið fyrir aðgang þess.
Skrár sem vistaðar eru í tækinu
Til að velja kyrrmyndir, hreyfimyndir og hljóðskrár sem
eru vistaðar í tækinu og sýna þær í öðru tæki sem er tengt
við heimanet, til dæmis í samhæfu sjónvarpi, skaltu gera
eftirfarandi:
1
Veldu kyrrmynd, hreyfimynd eða hljóðskrá í
Gallerí
.
2
Veldu
Valkostir
>
Sýna á heimaneti
.
3
Veldu samhæft tæki sem á að birta skrána í. Kyrrmyndir
sjást bæði í tækinu þínu og í hinu tækinu á meðan

Tengingar
99
hreyfimyndir og hljóðskrár eru aðeins spilaðar
í hinu tækinu.
Skrár sem vistaðar eru í öðru tæki
Til að velja skrár sem eru vistaðar í öðru tæki sem er tengt
við heimanet og sýna þær í tækinu þínu, eða í samhæfu
sjónvarpi, skaltu gera eftirfarandi:
1
Í
Gallerí
skaltu velja
Heimakerfi
. Tækið þitt leitar að
samhæfum tækjum. Nöfn tækjanna birtast á skjánum.
2
Veldu tæki af listanum.
3
Veldu efnið í hinu tækinu sem þú vilt skoða. Það fer
eftir hinu tækinu hvaða skráargerðir er hægt að velja.
4
Veldu mynd, hreyfimynd eða hljóðskrá sem þú vilt
skoða, og veldu svo
Valkostir
>
Sýna á heimaneti
(kyrrmyndir og hreyfimyndir) eða
Spila á heimaneti
(tónlist).
5
Veldu tækið sem á að birta skrána í.
Slökkt er á samnýtingu skráar með því að velja
Valkostir
>
Stöðva sýningu
.
Til að prenta myndir sem eru vistaðar í
Gallerí
um
Heimanet
á samhæfum UPnP-prentara skaltu velja
prentvalkostinn í
Gallerí
. Sjá „Myndprentun“ á bls. 37.
Samnýting efnis
þarf ekki að vera virk.
Til að leita að skrá út frá öðrum leitarskilyrðum skaltu velja
Valkostir
>
Leita
. Til að flokka skrár sem finnast skaltu
velja
Valkostir
>
Raða eftir
.
Afritun skráa
Til að afrita eða flytja skrár úr tækinu yfir í samhæft tæki,
eins og t.d. samhæfa UPnP-tölvu, skaltu velja skrá í
Gallerí
og síðan
Valkostir
>
Afrita og færa
>
Afrita á heimanet
eða
Færa á heimanet
.
Samnýting efnis
þarf ekki að
vera virk.
Til að afrita eða flytja skrár úr öðru tæki yfir í tækið þitt
skaltu velja skrána í hinu tækinu og svo
Valkostir
>
Afrita
í minni síma
eða
Afrita á minniskort
(heiti samhæfs
minniskorts ef það er til staðar).
Samnýting efnis
þarf
ekki að vera virk.