Nokia N93i - Bluetooth-tenging

background image

Bluetooth-tenging

Hægt er að tengjast þráðlaust við samhæf tæki með
Bluetooth. Samhæf tæki eru m.a. farsímar, tölvur og
aukabúnaður eins og höfuðtól og bílbúnaður. Hægt er
að nota Bluetooth til að senda myndir, hreyfimyndir,
tónlist, hljóðskrár og minnismiða og tengjast þráðlaust
við samhæfar tölvur (t.d. til að flytja skrár) eða til að
tengjast við samhæfan prentara til að prenta myndir
með

Myndprentun

. Sjá „Myndprentun“ á bls.37.

Þar sem tæki með Bluetooth nota útvarpsbylgjur til
samskipta þarf tækið ekki að vera í beinni sjónlínu við
hitt tækið. Nóg er að tækin séu í innan við 10 metra
(33 feta) fjarlægð hvort frá öðru. Truflanir geta þó
orðið á tengingunni vegna hindrana eins og veggja
eða annarra raftækja.

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2,0 sem
styður eftirfarandi snið: Basic Printing Profile, Generic
Access Profile, Serial Port Profile, Dial-up Networking
Profile, Headset Profile, Hands-free Profile, Generic Object
Exchange Profile, Object Push Profile, File Transfer Profile,
Basic Imaging Profile, SIM Access Profile og Human
Interface Device Profile. Til að tryggja samvirkni milli

annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota
aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund.
Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um
samhæfi þeirra við þetta tæki.

Útskýring: Snið tengist þjónustu eða virkni og

skilgreinir hvernig mismunandi tæki tengjast. Til dæmis
er handfrjálsa sniðið notað til að tengja handfrjálst
tæki og símann. Til að tæki séu samhæf þurfa þau að
styðja sömu snið.

Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni
á sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum
á staðnum eða þjónustuveitunni.

Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum
aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru
notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu
rafhlöðunnar.

Ekki er hægt að nota Bluetooth þegar tækið er læst.
Nánari upplýsingar um læsingu tækisins er að finna
í „Öryggi“ á bls. 119.

Stillingar

Ýttu á

og veldu

Tenging

>

Bluetooth

. Þegar þú opnar

forritið í fyrsta skipti er beðið um að þú gefir tækinu þínu
heiti. Eftir að þú hefur komið Bluetooth-tengingu á og
breytt

Sýnileiki síma míns

í

Sýnilegur öllum

geta önnur

Bluetooth-tæki séð tækið og heiti þess.

background image

Tengingar

92

Veldu úr eftirfarandi:

Bluetooth

—Veldu

Kveikt

eða

Slökkt

. Til að tengjast

þráðlaust við samhæft tæki skaltu stilla Bluetooth á

Kveikt

og koma síðan á tengingu.

Sýnileiki síma míns

—Til að leyfa öðrum Bluetooth-tækjum

að sjá tækið þitt skaltu velja

Sýnilegur öllum

. Til að fela

tækið þitt skaltu velja

Falinn

.

Nafn síma míns

—Breyttu heiti tækisins.

Ytra SIM

—Til að leyfa öðru tæki, t.d. samhæfum bílbúnaði,

að nota SIM-kort tækisins til að tengjast við símkerfið
skaltu velja

Kveikt

.

Ytri SIM-stilling

Til að nota ytri SIM-stillingu með samhæfum bílbúnaði
skaltu kveikja á Bluetooth og svo á ytri SIM-stillingu
í tækinu. Áður en hægt er að velja þetta verða tækin
að vera pöruð saman og kveikja þarf á pöruninni í hinu
tækinu. Við pörun skal nota 16 stafa aðgangskóða og stilla
hitt tækið á leyfilegt. Sjá „Pörun tækja“ á bls.93. Kveiktu
á ytri SIM-stillingu í hinu tækinu.

Þegar kveikt er á ytri SIM-stillingu í Nokia N93 tækinu
birtist

Ytra SIM

í biðstöðu. Slökkt er á tengingunni við

þráðlausa símkerfið, og það gefið til kynna með

í sendistyrksvísinum. Þá er ekki hægt að nota þjónustu
SIM-kortsins eða valkosti þar sem tenging við símkerfið

er nauðsynleg. Hins vegar er tækið áfram tengt við
þráðlaust staðarnet, hafi tengingunni verið komið á.

Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er aðeins
hægt að hringja og svara símtölum með samhæfum
aukahlut sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði). Ekki er
hægt að hringja úr þráðlausa tækinu þegar stillingin er
virk, nema í neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Eigi að
hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri SIM-stillingu.
Ef tækinu hefur verið læst skal fyrst slá inn lykilnúmerið til
að opna það.

Slökkt er á ytri SIM-stillingunni með því að ýta á

og velja

Loka ytri SIM

.

Öryggi

Þegar þú ert ekki að nota Bluetooth-tenginguna skaltu
velja

Bluetooth

>

Slökkt

eða

Sýnileiki síma míns

>

Falinn

. Þannig hefurðu stjórn á því hver getur fundið

tækið þitt með Bluetooth-tækni og tengst því.

Ekki parast við tæki eða samþykkja beiðnir um tengingu frá
tækjum sem þú þekkir ekki. Þannig áttu auðveldara með að
verja tækið fyrir skaðlegu efni.

Gögn send

Hægt er að hafa nokkrar Bluetooth-tengingar virkar í einu.
Til dæmis er samtímis hægt að vera með höfuðtól tengt og
senda skrár til annars samhæfs tækis.

background image

Tengingar

93

Tengivísar Bluetooth

Þegar

sést í biðstöðu er kveikt á Bluetooth.

Þegar

blikkar er tækið að reyna að tengjast

öðru tæki.

Þegar

er stöðugt er verið að flytja gögn

um Bluetooth.

1

Opnaðu forritið sem geymir hlutinn sem þú vilt senda.
Opnaðu t.d.

Gallerí

til að senda mynd til

samhæfs tækis.

2

Veldu hlutinn og síðan

Valkostir

>

Senda

>

Með Bluetooth

. Bluetooth-tæki sem eru innan

sendisvæðisins birtast á skjánum.
Tákn fyrir tæki:

tölva,

sími,

hljóð- eða

hreyfimyndatæki og

önnur gerð.

Leitin er stöðvuð með því að velja

Hætta leit

.

3

Veldu tækið sem þú vilt tengjast við.

4

Ef hitt tækið krefst pörunar áður en hægt er að senda
gögn heyrist hljóðmerki og þú ert beðin/n um að slá inn
lykilorð. Sjá „Pörun tækja“ á bls. 93.

5

Þegar tengingu hefur verið komið á birtist textinn

Sendi gögn

.

Sendir hlutir

í

Skilaboð

geyma ekki skilaboð sem eru send

um Bluetooth.

Ábending! Þegar leitað er að tækjum kann að vera að

sum tæki sýni einungis auðkennisnúmer sín (eingild
vistföng). Til að finna eingilt auðkennisnúmer tækisins
þíns skaltu slá inn kóðann *#2820# í biðstöðu.

Pörun tækja

Til að opna skjáinn yfir pöruð tæki (

) á aðalskjá

Bluetooth

skaltu ýta á

.

Fyrir pörun skaltu búa til þitt eigið lykilorð (1-16 tölustafir)
og biðja eiganda hins tækisins um að nota sama lykilorð.
Tæki sem ekki eru með notandaviðmót eru með fast
lykilorð. Lykilorðið er aðeins notað einu sinni.

Til að parast við tæki skaltu velja

Valkostir

>

Nýtt parað

tæki

. Bluetooth-tæki sem eru innan sendisvæðisins birtast

á skjánum. Veldu tækið og sláðu inn lykilorðið. Slá verður
sama lykilorð inn í hitt tækið. Eftir pörunina vistast tækið
á skjá paraðra tækja.

Pöruð tæki eru auðkennd með

í tækjaleitinni.

Til að tilgreina tæki sem heimilt eða óheimilt skaltu
fletta að því og velja svo úr eftirfarandi valkostum:

Stilla sem heimilað

—Tengingar milli símans og þessa

tækis geta orðið án vitundar notanda. Til þess þarf hvorki
samþykkt né leyfi. Notaðu þessa stillingu fyrir þín eigin
tæki, s.s. samhæft höfuðtól eða tölvu, eða tæki þeirra sem
þú treystir.

táknar samþykkt tæki í skjá paraðra tækja.

Stilla sem óheimilað

—Alltaf þarf að samþykkja beiðni um

tengingu frá tækinu.

background image

Tengingar

94

Til að hætta við pörun skaltu velja tækið og síðan

Valkostir

>

Eyða

. Ef þú vilt hætta við allar paranir skaltu

velja

Valkostir

>

Eyða öllum

.

Ábending! Ef notandi er tengdur við tæki og eyðir

pöruninni við það er hún fjarlægð strax og slökkt er
á tengingunni.

Gögn móttekin

Þegar gögn berast um Bluetooth heyrist tónn og spurt er
hvort taka eigi á móti skilaboðunum. Ef þú samþykkir það
birtist

og hluturinn er settur í

Innhólf

í

Skilaboð

.

Skilaboð sem berast með Bluetooth eru auðkennd með

.

Sjá „Innhólf—móttaka skilaboða“ á bls.48.

Slökkt á Bluetooth

Slökkt er á Bluetooth með því að velja

Bluetooth

>

Slökkt

.