
Þráðlaust staðarnet
Tækið getur tengst við þráðlaus staðarnet (þráðlaus LAN).
Á þráðlausu staðarneti er hægt að tengjast við internetið
og önnur tæki sem eru tengd við kerfið. Nánari upplýsingar
um notkun tækisins á heimakerfi er að finna í „Heimanet“
á bls. 96.
Til að hægt sé að nota þráðlaust staðarnet verður slíkt
staðarnet að vera tiltækt á staðnum og tækið verður að
vera tengt því.
Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir
á notkun þráðlausra staðarneta. Frekari upplýsingar má fá
hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar
aðgerðir eru notaðar krefjast aukins rafmagns og draga
úr endingu rafhlöðunnar.
Tækið styður eftirfarandi fyrir þráðlaust staðarnet:
•
IEEE 802.11b/g staðla
•
2,4 GHz tíðni
•
WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy)
með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn (WPA)
og 802.1x dulkóðunaraðferðir. Aðeins er hægt að
nota þessa valkosti ef símkerfið styður þá.
Þráðlausar staðarnetstengingar
Til að geta notað þráðlaust staðarnet þarftu að búa til
netaðgangsstað (IAP) fyrir þráðlaust staðarnet. Notaðu
aðgangsstaðinn fyrir aðgerðir sem krefjast tengingar
við internetið. Sjá „Stjórnandi tenginga“ á bls. 95 og
„Hjálparforrit fyrir þráðlaust staðarnet“ á bls. 89.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum
þínum án heimildar.
Þráðlausri staðarnetstengingu er komið á þegar þú býrð
til gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað.
Þráðlausa staðarnetstengingin er rofin þegar þú lokar
gagnatengingunni. Upplýsingar um hvernig rjúfa
á tenginguna er að finna í „Stjórnandi tenginga“, á bls. 95.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali
stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt
að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet

Tengingar
89
í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sama
internetaðgangsstaðinn.
Hægt er að koma á þráðlausri staðarnetstengingu þrátt
fyrir að Offline-sniðið hafi verið valið. Mundu að fara að
öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og notar
þráðlausa staðarnetstengingu.
Ábending! Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir
tækið þitt skaltu slá inn *#62209526# í biðstöðu.
Hjálparforrit fyrir
þráðlaust staðarnet
Hjálparforritið sýnir hvernig þú getur tengst þráðlausu
staðarneti og stjórnað slíkum tengingum.
Hjálparforritið fyrir þráðlausa staðarnetið sýnir stöðu
þráðlausra staðarnetstenginga í virkri biðstöðu. Til að sjá
valkosti í boði skaltu skruna að röðinni sem sýnir stöðuna
og ýta á
.
Ef þráðlaus staðarnet finnast við leit og til dæmis
Þráðl.
staðarnet fannst
birtist á skjánum skaltu velja stöðuna,
valkostinn
Ræsa vefskoðun
og staðarnetið til að búa
sjálfkrafa til internetaðgangsstað og ræsa vafrann með
aðgangsstaðnum.
Ef þú velur varið þráðlaust staðarnet er beðið um að þú
sláir inn viðeigandi lykilorð. Til að tengjast földu neti þarftu
að slá inn rétt heiti þess (SSID-kóða). Til að búa til nýjan
aðgangsstað fyrir falið þráðlaust staðarnet skaltu velja
Nýtt staðarnet:
.
Þegar tengingu við þráðlaust staðarnet er komið á birtist
nafnið á internetaðgangsstaðnum. Til að ræsa vafrann
með þessum aðgangsstað skaltu velja stöðuna og
valkostinn
Halda vefskoðun áfram
. Til að slíta tengingu
við þráðlausa staðarnetið skaltu velja stöðuna og
valkostinn
Aftengjast v. staðarn.
.
Ef slökkt er á staðarnetsleit og þú ert ekki tengdur neinu
þráðlausu staðarneti birtist
Slökkt á staðarnetsleit
. Til að
ræsa leit og finna tiltæk þráðlaus staðarnet skaltu velja
stöðuna
Slökkt á staðarnetsleit
.
Til að hefja leit að þráðlausu staðarneti skaltu velja
stöðuna og valkostinn
Leita að staðarnetum
. Til að
slökkva á leit að þráðlausu staðarneti skaltu velja
stöðuna og valkostinn
Slökkt á staðarnetsleit
.
Til að opna staðarnets-hjálparforritið á valmyndinni
skaltu ýta á
og velja
Tenging
>
St.net.hjálp
.
Aðgangsstaðir fyrir þráðlaust staðarnet
Leitað er að fleiri þráðlausum staðarnetum innan
svæðisins með því að ýta á
og velja
Tenging
>
St.net.hjálp
.
Veldu
Valkostir
og úr eftirfarandi:
Sía þráðlaus staðarnet
—til að sía út þráðlaus staðarnet
á listanum yfir fundin símkerfi. Símkerfin sem eru valin eru

Tengingar
90
síuð út næst þegar forritið leitar að þráðlausum
staðarnetum.
Upplýsingar
—til að skoða upplýsingar um símkerfi
á listanum. Ef virk tenging er valin birtast upplýsingar
um tenginguna á skjánum.
Tilgreina aðg.stað
—til að búa til internetaðgangsstað
í þráðlausu staðarneti.
Breyta aðgangsstað
—til að breyta upplýsingum um
internetaðgangsstað sem er fyrir hendi.
Einnig er hægt að nota
Stj. teng.
til að búa til
internetaðgangsstaði. Sjá „Stjórnandi tenginga“ á bls.95.
Stillingar
Hægt er að velja milli tveggja stillinga fyrir þráðlaus
staðarnet: grunngerðar eða sértækrar stillingar (ad hoc).
Grunngerðin leyfir tvær tegundir samskipta: tengingu
þráðlausra tækja um þráðlaust aðgangsstaðatæki fyrir
þráðlaust staðarnet, og tengingu þráðlausra tækja um
þráðlaust aðgangsstaðatæki fyrir snúrutengt staðarnet.
Með sértækri stillingu geta tæki sent og tekið við gögnum
beint frá hvort öðru. Upplýsingar um hvernig búa á til
internetaðgangsstað fyrir sértækt net, sjá „Aðgangsstaðir“
á bls. 116.