
Símhringing
Senda mitt númer
—Veldu
Já
eða
Nei
til að stilla
símanúmerið þitt þannig að sá sem þú hringir í sjái það
eða sjái það ekki. Að öðrum kosti getur þjónustuveitan
sett þessa stillingu upp þegar þú gerist áskrifandi að
þjónustunni.
Stillt af símkerfi
birtist á skjánum.
Símtal í bið
—Ef þú kveikir á þessari stillingu (sérþjónusta)
lætur símkerfið þig vita ef einhver hringir í þig þegar þú
ert með símtal í gangi. Hægt er að sjá hvort aðgerðin er
virk með því að velja
Athuga stöðu
. Veldu
Gera virkt
eða
Ógilda
til að kveikja eða slökkva á aðgerðinni.
Hafna símtali með SMS
—Veldu
Já
til að senda
textaskilaboð til þeirra sem reyna að hringja í þig þar
sem þú lætur þá vita af hverju þú getur ekki svarað
símtalinu. Sjá „Símtali svarað eða hafnað“ á bls. 66.
Texti skilaboða
—Skrifaðu textann sem á að senda
í skilaboðum þegar þú hafnar símtali.
Mynd í myndsímtali
—Veldu kyrrmynd í stað
hreyfimyndar á skjáinn.
Sjálfvirkt endurval
—Veldu
Virkt
og þá gerir tækið allt að
tíu tilraunir til að ná sambandi ef það tókst ekki í fyrstu
tilraun. Ýttu á
til að slökkva á sjálfvirka endurvalinu.
Samantekt e. hring.
—Veldu þessa stillingu ef þú vilt að
tækið birti í stutta stund upplýsingar um áætlaða lengd
hvers símtals að því loknu.
Hraðval
—Veldu
Virkt
og þá er hægt að hringja í númerin
sem eru tengd við hraðvalstakkana (
—
) með því einu
að halda tökkunum inni. Sjá einnig „Símanúmer valið með
hraðvali“ á bls. 61.
Takkasvar
—Veldu
Virkt
. Til að svara innhringingu
skaltu ýta snöggt á hvaða takka sem er,
nema
,
,
og
.
Lína í notkun
—Þessi stilling (sérþjónusta) sést aðeins ef
SIM-kortið styður tvær símalínur, þ.e. tvö númer í áskrift.
Veldu hvaða símalínu á að nota til að hringja og senda
textaskilaboð. Það er hægt að svara símtölum á báðum
línum, burtséð frá því hvor línan hefur verið valin.
Ef þú velur
Lína 2
og hefur ekki gerst áskrifandi að
þessari sérþjónustu geturðu ekki hringt úr tækinu.
Þegar lína 2 er valin birtist
þegar tækið er í biðstöðu.
Ábending! Til að skipta á milli símalínanna skaltu
halda
inni í biðstöðu.
Línuskipting
—Til að hindra að skipt sé á milli lína
(sérþjónusta) skaltu velja
Gera óvirka
ef SIM-kortið
styður það. Þú þarft að hafa PIN2-númerið til að breyta
þessari stillingu.

Stillingar
116