Nokia N93i - Staða tækisins

background image

Staða tækisins

Tækið er hægt að nota í fjórum mismunandi stöðum,
eftir því hvernig ætlunin er að nota það: lokuð staða
til að bera tækið á sér, opin staða til venjulegrar
farsímanotkunar, myndataka til að taka upp hreyfimyndir
og taka kyrrmyndir, og skjár til að skoða kyrrmyndir og
hreyfimyndir. Skipt er um stöðu með því að snúa flipanum
og skjánum á öxli sínum. Þegar skipt er um stöðu líður
stuttur tími þar til hægt er að nota tækið í þeirri stöðu.

Lokuð staða

Þegar flipanum er lokað slokknar
á aðalskjánum og kviknar á ljósum ytri
skjásins. Öllum símtölum er slitið, nema
ef kveikt er á hátalaranum eða samhæft
höfuðtól tengt. Ytri vísir sést aðeins
þegar um er að ræða innhringingu
sem ekki hefur verið svarað, tölvupóst,
ólesin skilaboð eða hleðslu tækisins.

Til að breyta stillingunum, sjá „Ytri skjár“ á bls. 114.
Ef spilarinn er í gangi er ekki slökkt á honum.

Þegar tækið er lokað sýnir ytri skjárinn upplýsingar
um tíma og stöðu. Á biðskjánum kunna að birtast
upplýsingar um sendistyrkinn og stöðu rafhlöðunnar,
tíminn, stöðuvísar og heiti þess sniðs sem hefur verið
valið (ef það er annað en

Almennt

sniðið). Ef verið er að

nota tónlistarspilarann til að hlusta á hljóðinnskot sést
hljóðstyrkurinn ásamt upplýsingum um lagið. Notaðu
hliðarskruntakkann til að spila, gera hlé, spila næsta eða
fyrra hljóðinnskot og hækka eða lækka hljóðstyrkinn.

Ef þú notar Visual Radio í lokaðri stöðu birtist sjónræna
efnið ekki á ytri skjánum. Hægt er að vista nokkrar fyrir
fram stilltar stöðvar með upplýsingum um nafn, tíðni og
staðsetningu. Þessar upplýsingar birtast á ytri skjánum.
Til að kveikja og slökkva á hljóði, skipta um stöð og leita
að nýjum stöðvum skaltu nota hliðarskruntakkann.

Einnig sjást hringingar dagbókarinnar og
vekjaraklukkunnar auk tilkynninga um ósvöruð símtöl og
móttekin skilaboð. Til að skoða móttekin textaskilaboð og
texta og myndir í margmiðlunarboðum skaltu opna flipann
og skoða skilaboðin á aðalskjánum.

background image

Nokia N9

3i tæ

kið

14

Þegar hringt er í símann heyrist hringitónn og tilkynning
birtist á skjánum. Í stillingum ytri skjásins skaltu velja

Svara við opnun flipa

til að svara hringingu þegar þú

opnar flipann. Ef samhæft höfuðtól er tengt við tækið
skaltu ýta á svartakka þess til að svara símtali. Til að
breyta stillingunum, sjá „Ytri skjár“ á bls. 114.

Opnaðu flipann til að hringja eða nota valmyndina.

Til að nota flassið sem vasaljós skaltu styðja
á flass-takkann á hlið tækisins. Notkun flassins:

Styddu einu sinni á flasstakkann. Ljósið lýsir
í 1,5 sekúndur.

Styddu tvisvar á flasstakkann. Ljósið lýsir í 3 mínútur
eða þangað til þú styður aftur á flasstakkann.

Haltu flasstakkanum inni. Ljósið lýsir svo lengi sem þú
heldur takkanum inni eða þar til 3 mínútur eru liðnar.

Opin staða

Þegar flipinn er opnaður breytast
stillingar tækisins sjálfkrafa;
aðalskjárinn lýsist upp og hægt
er að nota takkaborðið og opna
valmyndina. Flettu valmyndinni.

Þessar stillingar verða virkar þrátt
fyrir að tækið sé ekki opnað til fulls.
Hægt er að opna flipann um

160 gráður, líkt og sýnt er á myndinni. Ekki skal reyna að
opna flipann meira en það.

Myndataka

Þegar þú opnar flipann um
90 gráður, heldur tækinu til hliðar
og snýrð flipanum niður þannig
að aðalskjárinn snúi að þér,
er myndatökustaðan virk.
Aðalmyndavélin er virk og myndin
sem hægt er að taka birtist
á skjánum.

Í myndatökustöðu geturðu
tekið upp hreyfimyndir og tekið
kyrrmyndir. Sjá „Myndavél“
á bls.25.

Í myndatökustöðu er ekki hægt að nota takkaborðið
(að undanskildum valmyndartakkanum). Hægt er að nota
myndatökutakkann, súmmtakkann, hliðarskruntakkann,
myndavélartakkann og flasstakkann (allir á hlið tækisins),

og landslagsvaltakkana næst aðalskjánum.

Skjástaða

Þegar flipinn er lokaður og þú lyftir upp skjánum á öxli
sínum er skjástaðan virk.

background image

Nokia N9

3i tæ

kið

15

Í skjástöðu er hægt
að gera eftirfarandi:

Skoða myndir.

Gera kyrrmyndir og
hreyfimyndir í gallerí
virkar og horfa
á skyggnusýningu.

Koma á handfrjálsum
myndsímtölum og
senda rauntímahreyfimynd meðan talað er.
Stilltu skjáinn til að ná fram sem bestu sjónarhorni
aukamyndavélarinnar.