Nokia N93i - Minniskort

background image

Minniskort

Hægt er að auka geymslugetu með
miniSD-minniskorti og spara þannig
minni tækisins. Einnig er hægt að taka
afrit af upplýsingunum í tækinu og vista
þær á minniskortinu.

Aðeins skal nota samhæf miniSD-kort sem Nokia hefur
samþykkt til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við
viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að
sum kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki.
Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og skemmt
gögn sem vistuð eru á kortinu.

Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.

Minniskorti komið fyrir

1

Settu fingurinn í efri enda
lokunnar og snúðu henni
til hliðar.

2

Settu minniskortið í raufina.
Gættu þess að snertifletirnir
á kortinu snúi niður.

3

Ýttu kortinu inn.
Smellur heyrist þegar
kortið fellur á sinn stað.

4

Lokaðu raufinni.

Minniskort fjarlægt

1

Áður en minniskortið er fjarlægt skaltu ýta á

og velja

Fjarl. minniskort

. Öllum forritum er lokað.

2

Þegar

Fjarlægðu minniskort og styddu á „Í lagi“

birtist skaltu opna lokið fyrir raufinni.

3

Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni.

background image

Nokia N9

3i tæ

kið

21

4

Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja

Í lagi

þegar beðið er um það til staðfestingar.

Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan

á aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er
fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum
á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd
eru á kortinu geta skemmst.

Verkfæri fyrir minniskort

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Minni

. Hægt er að auka

minnið með því að nota samhæft miniSD-minniskort og
setja öryggisafrit á kortið.

Til að afrita minni tækisins yfir á minniskort skaltu velja

Valkostir

>

Afrita minni símans

Til að setja upplýsingarnar aftur í minni tækisins skaltu
velja

Valkostir

>

Endurh. frá korti

.

Minniskort forsniðið

Þegar minniskort er forsniðið er öllum gögnum eytt af
því varanlega.

Sum minniskort eru forsniðin af framleiðanda og önnur
þarf að forsníða. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðilanum
um hvort forsníða þurfi minniskortið fyrir notkun.

Til að forsníða minniskort skaltu velja

Valkostir

>

Forsníða minniskort

. Veldu

til að staðfesta.

Ábending! Til að allt virki sem best skaltu nota

Nokia-tækið til að forsníða öll ný miniSD-kort.