Venjuleg símtöl
Ábending! Ýttu á
eða
til að auka eða
minnka hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur.
Hægt er að tala í símann í opinni stöðu og skjástöðu.
Sjá „Staða tækisins“ á bls. 13.
1
Til að hefja símtal þegar síminn er opinn skaltu slá
inn símanúmerið í biðham, ásamt svæðisnúmerinu.
Tölu er eytt með því að ýta á
.
Ýttu tvisvar sinnum á
til að fá fram + merkið
ef þú vilt hringja til útlanda (kemur í stað alþjóðlega
svæðisnúmersins) og sláðu inn landsnúmerið,
svæðisnúmerið (án 0, ef með þarf) og svo símanúmerið.
2
Ýttu á
til að hringja í númerið.
3
Ýttu á
eða lokaðu símanum til að leggja
á (eða hætta við að hringja).
Símtali er alltaf slitið þegar stutt er á
, jafnvel þótt
annað forrit sé í gangi.
Til að hringja úr
Tengiliðir
skaltu ýta á
og velja
Tengiliðir
. Veldu nafnið eða sláðu fyrstu stafi þess inn
í leitarreitinn. Listi yfir þá tengiliði sem passa við það sem
þú slærð inn birtist. Ýttu á
til að hringja. Veldu
Símtal
.
Afrita verður tengiliðina af SIM-kortinu yfir í
Tengiliðir
áður en hægt er að hringja með þessum hætti.
Sjá „Tengiliðir afritaðir“ á bls. 58.
Til að hringja í talhólfið (sérþjónusta) skaltu halda inni
takkanum í biðstöðu. Sjá einnig „Símtalsflutningur“ á
bls. 122.
Ábending! Til að breyta símanúmeri talhólfsins skaltu
ýta á
og velja
Verkfæri
>
Talhólf
>
Valkostir
>
Breyta númeri
. Sláðu inn númerið (fáanlegt hjá
þjónustuveitunni) og veldu
Í lagi
.
Til að hringja aftur í númer sem nýlega hefur verið hringt
í skaltu ýta á
í biðstöðu. Veldu númerið sem þú vilt
hringja í og ýttu á
.
Símafundur
1
Hringdu í fyrsta þátttakandann.
2
Hringdu í annan þátttakanda með því að velja
Valkostir
>
Ný hringing
. Fyrra símtalið er sjálfkrafa
sett í bið.
3
Til að tengja fyrsta þátttakandann við símafundinn
þegar annar þátttakandinn svarar skaltu velja
Valkostir
>
Símafundur
.
Hringt úr tækinu
61
Endurtaktu skref 2 ef þú vilt bæta nýjum þátttakanda
við símtalið og veldu
Valkostir
>
Símafundur
>
Bæta í símafund
. Hægt er að halda símafundi
með allt að sex þátttakendum.
Til að tala einslega við einn þátttakandann skaltu
velja
Valkostir
>
Símafundur
>
Einkamál
. Veldu
þátttakanda og síðan
Einkamál
. Símafundurinn er
settur í bið í tækinu þínu. Aðrir þátttakendur geta
haldið fundinum áfram. Þegar einkasamtalinu lýkur
skaltu velja
Valkostir
>
Bæta í símafund
til að taka
aftur þátt í símafundinum.
Lagt er á þátttakanda með því að velja
Valkostir
>
Símafundur
>
Sleppa þátttakanda
, velja
þátttakandann og svo
Sleppa
.
4
Símafundi er lokið með því að ýta á
.
Símanúmer valið með hraðvali
Kveikt er á hraðvalinu með því að ýta á
og velja
Verkfæri
>
Stillingar
>
Hringing
>
Hraðval
>
Virkt
.
Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum
(
—
) skaltu ýta á
og velja
Verkfæri
>
Hraðval
.
Veldu takkann sem þú vilt tengja símanúmerið við og
síðan
Valkostir
>
Á númer
. Takkinn
er frátekinn
fyrir talhólfið.
Hringt er úr biðstöðu með því að ýta á hraðvalstakkann
og síðan á
.
Raddstýrð hringing
Tækið þitt styður raddskipanir. Raddskipanir velta ekki
á rödd notandans þannig að hann þarf ekki að taka upp
raddmerki áður en hann notar þær. Þess í stað býr tækið til
raddmerki fyrir færslur í tengiliðum og ber það raddmerki
sem notandinn segir saman við þær. Raddkennslin í tækinu
laga sig að rödd aðalnotandans til að líklegra sé að tækið
beri kennsl á raddskipunina.
Raddmerki fyrir tengilið er nafnið eða gælunafnið sem
er vistað á tengiliðarspjaldinu. Til að hlusta á tilbúna
raddmerkið skaltu opna tengiliðarspjald og velja
Valkostir
>
Spila raddmerki
.
Hringt með raddmerki
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið
erfið í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum,
því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val
við allar aðstæður.
Þegar þú notar raddstýrða hringingu er hátalarinn
í notkun. Haltu tækinu nálægt þér þegar þú berð
fram raddmerkið.
1
Haltu hægri valtakkanum inni í biðstöðu til að hefja
raddstýrða hringingu. Ef þú notar samhæft höfuðtól
með höfuðtólstakka skaltu halda honum inni til að
hefja raddstýrða hringingu.
Hringt úr tækinu
62
2
Stuttur tónn heyrist og textinn
Tala nú
birtist
á skjánum. Berðu skýrt fram nafnið eða
gælunafnið sem er vistað á tengiliðarspjaldinu.
3
Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn
á því tungumáli sem er valið og birtir nafnið
og símanúmerið. Eftir 2,5 sekúndur hringir
tækið í númerið.
Ef tækið valdi rangan tengilið skaltu velja
Næsta
til
að skoða aðrar niðurstöður á lista eða
Hætta
til að
hætta við raddstýrða hringingu.
Ef nokkur númer eru vistuð undir nafninu velur tækið
sjálfgefna númerið, hafi það verið tilgreint. Annars
velur tækið fyrsta númerið í eftirfarandi röð:
Farsími
,
Farsími (heima)
,
Farsími (vinna)
,
Sími
,
Sími (heima)
og
Sími (vinna)
.