Nokia N93i - Samnýting hreyfimynda

background image

Samnýting hreyfimynda

Valkosturinn

Samn. hre.m.

er notaður til að senda

rauntímahreyfimynd eða myndinnskot úr farsímanum
í annað farsímatæki meðan á símtali stendur. Bjóddu
einfaldlega viðmælandanum að skoða hreyfimyndina

eða myndinnskotið sem þú vilt deila með honum.
Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn
samþykkir boðið og þú velur myndatökustöðuna.
Sjá „Samnýting hreyfimynda“ á bls. 64.

Forsendur fyrir samnýtingu
hreyfimynda

Þar sem síminn þarf að vera tengdur við þriðju kynslóðar
farsímakerfi UMTS til að hægt sé að nota valkostinn

Samn.

hre.m.

veltur

Samn. hre.m.

á því hvort slíkt símkerfi sé

til staðar. Upplýsingar um farsímakerfi og gjald fyrir
notkun forritsins fást hjá þjónustuveitunni. Til að
nota

Samn. hre.m.

þarftu að gera eftirfarandi:

Gakktu úr skugga um að

Samn. hre.m.

sé sett upp

í Nokia-tækinu þínu.

Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé sett upp fyrir
tengingar á milli einstaklinga. Sjá „Stillingar“ á bls. 64.

Gakktu úr skugga um að þú hafir virka UMTS-tengingu
og sért innan dreifisvæðis UMTS-símkerfis. Sjá
„Stillingar“ á bls. 64. Ef þú byrjar samnýtinguna
meðan þú ert innan UMTS-farsímakerfis og skipt er
yfir í GSM-farsímakerfi, lýkur samnýtingunni en
símtalið heldur áfram.

Gakktu úr skugga um að bæði sendandinn og
viðtakandinn séu skráðir á UMTS-símkerfið. Ef þú býður
einhverjum í samnýtingu og viðkomandi hefur slökkt
á símanum sínum eða er ekki innan UMTS-svæðisins

background image

Hringt úr tækinu

64

veit viðkomandi ekki að þú ert að senda boð.
Þú færð hins vegar villuboð um að viðtakandinn
geti ekki samþykkt boðið.

Stillingar

Stillingar fyrir tengingar á milli einstaklinga

Tenging á milli einstaklinga er einnig þekkt undir heitinu
SIP-tenging (Session Initiation Protocol). SIP-sniðstillingar
þurfa að hafa verið valdar í tækinu áður en þú getur
notað

Samn. hre.m.

. Uppsetning SIP-sniðs gerir þér kleift

að koma á rauntímasambandi á milli einstaklinga með
samhæfa farsíma. SIP-sniðið verður einnig að geta
móttekið samnýtingu.

SIP-stillingarnar fást hjá þjónustuveitunni. Nauðsynlegt
er að vista þær í tækinu. Þjónustuveitan getur sent
þér stillingarnar.

Ef þú veist SIP-vistfang viðtakandans getur þú slegið
það inn á tengiliðarspjald hans. Opnaðu

Tengiliðir

í aðalvalmyndinni og síðan tengiliðarspjaldið (eða búðu
til nýtt spjald ef ekkert spjald hefur verið búið til áður).
Veldu

Valkostir

>

Bæta við upplýsing.

>

SIP

. Sláðu inn

SIP-vistfangið á forminu sip:notandanafn@vistfang
(hægt er að nota IP-tölu í stað vistfangs).

UMTS-tengistillingar

Settu upp UMTS-tenginguna þína á eftirfarandi hátt:

Hafðu samband við þjónustuveituna þína til
að gerast áskrifandi að UMTS-þjónustunni.

Gakktu úr skugga um að UMTS-
aðgangsstaðastillingarnar hafi verið rétt valdar.
Nánari upplýsingar, sjá „Tenging“ á bls. 116.

Samnýting hreyfimynda

Til að geta tekið við myndsendingu verður viðmælandinn
að setja upp

Samn. hre.m.

og velja réttar stillingar

í tækinu sínu. Bæði þú og viðmælandinn verðið að
skrá ykkur fyrir þjónustunni áður en þið getið
byrjað myndsendinguna.

Til þess að geta tekið á móti boðum verður þú að vera
skráð/ur fyrir þjónustunni, vera með virka UMTS-tengingu
og vera innan UMTS-þjónustusvæðis.

Rauntímahreyfimynd

1

Þegar símtal er í gangi skaltu velja

Valkostir

>

Samnýta hreyfimynd

>

Beint

.

2

Tækið sendir boðið til SIP-vistfangsins sem þú bættir
við tengiliðarspjald viðtakanda.
Ef fleiri en eitt SIP-vistfang eru á tengiliðarspjaldi
viðtakandans skaltu velja SIP-vistfangið sem senda
á boðið til og síðan

Velja

til að senda boðið.

background image

Hringt úr tækinu

65

Ef ekki er hægt að velja SIP-vistfang viðtakanda
skaltu slá það inn. Veldu

Í lagi

til að senda boðið.

3

Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn
samþykkir boðið.
Hátalarinn er virkur. Einnig er hægt að nota
samhæft höfuðtól til að halda áfram símtali um
leið og verið er að senda rauntímahreyfimynd.

4

Veldu

Hlé

til að gera hlé á myndsendingunni.

Veldu

Áfram

til að halda sendingunni áfram.

5

Veldu

Stöðva

til að ljúka myndsendingunni.

Ýtt er á

til að ljúka símtalinu.

Myndinnskot

1

Þegar símtal er í gangi skaltu velja

Valkostir

>

Samnýta hreyfimynd

>

Myndskeið

.

Þá opnast listi yfir myndinnskot.

2

Veldu myndinnskotið sem þú vilt senda.
Forskoðunarskjár opnast. Til að forskoða myndinnskotið
skaltu velja

Valkostir

>

Spila

.

3

Veldu

Valkostir

>

Bjóða

.

Svo hægt sé að senda myndinnskotið gæti þurft að
færa það yfir á annað snið.

Það verður að umbreyta

skrá til að hægt sé að samnýta hana. Halda áfram?

birtist. Veldu

Í lagi

.

Tækið sendir boðið til SIP-vistfangsins sem þú bættir
við tengiliðarspjald viðtakanda.

Ef fleiri en eitt SIP-vistfang eru á tengiliðarspjaldi
viðtakandans skaltu velja SIP-vistfangið sem senda
á boðið til og síðan

Velja

til að senda boðið.

Ef ekki er hægt að velja SIP-vistfang viðtakanda
skaltu slá það inn. Veldu

Í lagi

til að senda boðið.

4

Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn
samþykkir boðið.

5

Veldu

Hlé

til að gera hlé á myndsendingunni. Veldu

Valkostir

>

Áfram

til að halda sendingunni áfram.

6

Veldu

Stöðva

til að ljúka myndsendingunni.

Ýtt er á

til að ljúka símtalinu.

Boð samþykkt

Þegar þú færð boð um samnýtingu birtist boðið ásamt
nafni eða SIP-vistfangi sendandans. Ef tækið þitt er
ekki stillt á

Án hljóðs

hringir það þegar þú færð boð.

Ef einhver sendir þér boð um samnýtingu og þú ert ekki
innan UMTS-þjónustusvæðis, færðu ekki að vita að þér
hafi verið send boð.

Þegar þú færð boð geturðu valið:

Samþykk.

—til að hefja myndsendinguna. Vilji sendandinn

samnýta rauntímahreyfimynd skaltu fara í skjástöðuna.

Hafna

—til að hafna boðinu. Sendandinn fær skilaboð um

að þú hafir hafnað boðinu. Þú getur einnig stutt á

til að hafna samnýtingunni og leggja á.

background image

Hringt úr tækinu

66

Veldu

Stöðva

til að ljúka myndsendingunni. Ef verið er

að samnýta myndinnskot skaltu velja

Hætta

. Þá birtist

Samnýtingu lokið

.