Nokia N93i - Visual Radio

background image

Visual Radio

Hægt er að nota forritið Visual Radio (sérþjónusta)
sem venjulegt FM-útvarp til að hlusta og vista stöðvar.
Ef útvarpsstöðin býður upp á sjónræna þjónustu
(Visual Radio service) er hægt að sjá upplýsingar á skjánum
sem tengjast því efni sem hlustað er á. Sjónræn þjónusta
byggir á pakkagögnum (sérþjónusta). Hægt er að hlusta
á FM-útvarpið á sama tíma og önnur forrit tækisins
eru notuð.

Til að nota sjónræna þjónustu verður tækið að uppfylla
eftirfarandi skilyrði:

Kveikt verður að vera á því.

Gilt SIM-kort verður að vera í því.

Stöðin sem þú hlustar á og þjónustuveitan þín verða
að styðja þessa þjónustu.

Nauðsynlegt er að tilgreina internetaðgangsstað til að
tengjast við Visual Radio miðlara þjónustuveitunnar.
Sjá „Aðgangsstaðir“ á bls.116.

Nauðsynlegt auðkenni verður að vera til staðar fyrir
Visual Radio og kveikt verður að vera á þjónustunni.
Sjá „Vistaðar stöðvar“ á bls.74.

Ef þú hefur ekki aðgang að Visual Radio þjónustunni er ekki
víst að símafyrirtækið eða útvarpsstöðvarnar þar sem þú
ert styðji þjónustuna.

FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er á þráðlausa
tækinu. Samhæft höfuðtól eða aukahlutur þarf að vera
tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.

Hægt er að hlusta á útvarpið með innbyggða hátalaranum
eða samhæfu höfuðtóli. Þegar hátalarinn er notaður
á höfuðtólið að vera tengt við tækið. Höfuðtólasnúran
er notuð sem loftnet fyrir útvarpið þannig að hún skal
hanga laus.

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum

hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur
skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu
þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur
verið mjög mikill.

Hægt er að hringja eða svara símtali þegar hlustað er
á útvarpið. Slökkt er á útvarpinu þegar símtal er í gangi.
Þegar símtalinu er lokið fer útvarpið aftur í gang.

Útvarpið velur tíðnisviðið út frá landsupplýsingunum
sem það fær frá símkerfinu.

background image

Forri

t

73

Hægt er að hlusta á útvarpið þegar tækið er lokað. Hægt
er að birta upplýsingar um stöðvar á ytri skjánum. Styddu
á hliðarskruntakkann til að taka af/setja hljóð í útvarpið.

Hlustað á útvarpið

Athugaðu að móttökugæði útvarpsins fara eftir sendistyrk
útvarpsstöðvarinnar á svæðinu.

Tengdu samhæft höfuðtól við tækið. Höfuðtólasnúran
er notuð sem loftnet fyrir útvarpið þannig að hún skal
hanga laus. Ýttu á

og veldu

Forrit

>

Radio

.

Leitað er að útvarpsstöðvum með því að velja

eða

. Leitinni lýkur þegar tækið finnur útvarpsstöð.

Tíðninni er breytt handvirkt með því að velja

Valkostir

>

Handvirk leit

.

Ef útvarpsstöðvar hafa verið vistaðar skaltu velja

eða

til að stilla á næstu eða fyrri stöð. Til að velja

stöðinni stað skaltu styðja á tiltekinn takka fyrir hana.

Hljóðstyrkurinn er valinn með því að ýta á

eða

.

Hlustað er á útvarpið í hátalaranum með því að velja

Valkostir

>

Virkja hátalara

.

Til að skoða þær útvarpsstöðvar sem hægt er að velja
á tilteknum stað skaltu velja

Valkostir

>

Stöðvaskrá

(sérþjónusta).

Til að vista þá stöð sem valin
er á útvarpsstöðvalistanum
skaltu velja

Valkostir

>

Vista stöð

. Til að opna

listann með vistuðum
stöðvum þínum skaltu velja

Valkostir

>

Stöðvar

. Sjá

„Vistaðar stöðvar“ á bls. 74.

Til að fara í biðstöðu og hafa
áfram kveikt á útvarpinu
skaltu velja

Valkostir

>

Spila í bakgrunni

eða

styðja á

.

Skoðun sjónræns efnis

Þjónustuveitan þín gefa upplýsingar um framboð,
kostnað og áskrift.

Til að skoða sjónrænt efni þeirrar útvarpsstöðvar sem
stillt er á skaltu velja

eða fara í stöðvagluggann

og velja

Valkostir

>

Stöð

>

Opna sjónr. þjónustu

.

Ef auðkennið hefur ekki verið vistað fyrir stöðina
skaltu slá það inn eða velja

Sækja

til að leita að

því á stöðvalistanum (sérþjónusta).

Þegar tengingu hefur verið komið á við sjónræna
þjónustu sést efni þjónustuveitunnar á skjánum.

background image

Forri

t

74

Til að breyta stillingum fyrir skjá sjónræns efnis skaltu
velja

Valkostir

>

Skjástillingar

>

Lýsing

eða

Sparnaður hefst eftir

.

Vistaðar stöðvar

Hægt er að vista allt að 20 útvarpsstöðvar í Visual Radio.
Stöðvalistinn er opnaður með því að velja

Valkostir

>

Stöðvar

.

Hlustað er á vistaða stöð með því að velja

Valkostir

>

Stöð

>

Hlusta

. Sjónrænt efni útvarpsstöðvar er skoðað

með því að velja

Valkostir

>

Stöð

>

Opna sjónr. þjónustu

.

Stöðvaupplýsingum er breytt með því að velja

Valkostir

>

Stöð

>

Breyta

.

Stillingar

Veldu

Valkostir

>

Stillingar

og úr eftirfarandi:

Opnunartónn

—til að velja tón sem tækið gefur frá sér

þegar forritið er ræst.

Sjálfvirk þjónusta

—til að ræsa sjónrænu þjónustuna

sjálfkrafa þegar þú velur útvarpsstöð sem býður upp
á sjónrænt efni skaltu velja

.

Aðgangsstaður

—til að velja aðgangsstaðinn fyrir

gagnatenginguna. Ekki er nauðsynlegt að velja
aðgangsstað til að nota útvarpið sem venjulegt FM útvarp.